jæja, í það sem er að gerast hérna í Debrecen. Sum fög hérna á fyrstu önn hristi ég hausinn við. Við áttum að fara í próf í vikunni í sálfræði, og það átti að vera þegar annar tíma er alltaf hjá okkur en kennarinn var búinn segja okkur að við þurftum að halda smá 'presentation' og kynna ritgerð sem við erum að skrifa í Communication Skills. Svo þrátt fyrir að allir á fyrsta ári voru viss um að þau voru að taka fara taka sálfræðipróf voru við ekki viss og ákveðum, sem bekkur, að læra ekki undir það og segja bara að þetta væri hans misstök. Jæja, þá er ég undirbúinn til að kynna ritgerðina mína nema ég sef yfir mig...ég verð að gefa sjálfum mér svona hálftíma til að komast í þennan tíma (fyrsta skipti sem ég sef yfir mig hérna, btw). En ég vakna tuttugu mínútur í og stelpurnar heyra bara 'SJITT' úr herberginu mínu, fer ég fram í einu stress kasti að ég verð hálftíma of sein í þennan tíma...en gunna minnir mig á að það er hægt að taka leigubíl...jáhá, auðvitað. Hringir hún fyrir mig og afhendir mér súrmjólk dós á leiðinni út...'þú verður að borða eitthvað', þessi elska. Jæja, long story short....þá var kennarinn alveg miður sín og cancellerað kallinn tímanum þegar við löbbuðum inn. Svo ég borgaði 1000 forintur og nástum því lenti í bílslysi með leigubílnum bara til þess að fá að vita þetta! (minna ykkur á að 1000 forintur er svona 400 kr ísl svo þetta er ekki heimsendir) En samt pirrandi. Nú verð ég með tvo próf í næstu viku á sama dag og þessa kynningu...og svo einhvern fyrirlestur um mismunandi lipíð í frumumhimnum eða eitthvað svoleiðis, blah blah....ekki beint sátt. úfff...þá er ég búin að koma því frá mér.
Annars gengur allt vel, er bara að reyna að byrja læra meira til að kannski minnka álagið í janúar. Alltaf erfitt að byrja þegar það er svona langt í prófin mín en kannski smitast ég af stressi frá hinum sem er að taka þau fyrr:)
3 vikur í mig! - Stína