Já, það var mánudagur hérna í Ungverjalandi í gær. Það þýddi að við þurftum að mæta í alla mánudags tímana okkar í gær en þá fáum við frí á morgun í staðinn. Svona er þetta hérna maður verður að vinna upp fríin sín, það er ekkert gefins. Það verður þannig aftur eftir viku og þá verður föstudagur á laugardegi og þá önnur löng helgi.
Þá kom Brynjar Örn í heimsókn til mín og ég sótti hann út á Debrecen lestarstöðunni þriðjudagskvöldið. Hann kom inn í fínu Simonyi íbúðina með einu skilyrði að hann staupaði eitt palinka skot.....þetta Palinka er 60% áfengt og heimabruggað hjá einhverjum gömlum ungverja. Eins og þið sjáið var þetta keypt í gallon flösku sem er nauðsynlegt því maður fær ekki nóg af þessu (kaldhnæðni). Þetta er allavegana eitthvað sem þið..framtíðargestir geta hlakkað til fyrir.
Brynjar fékk að kynnast Debrecen lífinu hérna...við fórum að sjálfsögu á Palma, fórum á Sushi staðinn Wasabi og svo kíktum út á ungverska eðaldjammið á miðvikudaginn. Við fórum soldið illa með drenginn því að hann endaði með að missa af tveimum lestinum en náði loksins 15 lestina:)
Jæja, þá er fyrsti kominn og farinn og bíð ég spennt eftir næsta gestnum mínum. Ef það verður að sannfæra ykkur þá taliði bara við hann Brynjar og ég er viss um að hann getur sagt ykkur góðar sögur um lífið og fólkið í Debrecen.
-stína
3 comments:
það er komin myndasíða hérna til hægri...Check it out!
Þú ert svo dugleg að blogga sem er bara gott :) Ég væri sko meira en til í að koma í heimsókn til þín..
Kveðja úr rigningunni
Sigga Magga og Guttarnir
Mig langar í svona moonshine! Oj þú ættir að sjá veðrið hérna heima, sannkallað sudda veður!
Kv. Ívar
Post a Comment