Saturday, April 4, 2009

Zagreb



Þá er slökunarferðin til Zagreb lokin og er ég að reyna koma mér aftur í lestragírinn sem gengur afar illa. En Zagreb var æðisleg borg og væri alveg til í að fara aftur, en búin að ákveða að næst verður kíkt á strandirnar ef Króatía verður fyrir valinu í næsta ferð. Við gistum í íbúð sem við fundum á netinu og vorum við eiga stund á central square, vorum líka fljót að læra á tramman. Þetta verður engin löng ferðasaga en nokkrir skemmtilegir punktar:
Fórum á Beerhall eitt kvöldið og fengum okkur ekta króatískan mat og nokkrar bjór tegundir sem eru bruguð þarna. Mér fannst maturinn minna mig á svona matsalsmat eða svona cafeteria-mat en alls ekki slæmt.
Rákumst á vínsmökkun á einhverju torgi einn dag og var verið að kynna allskonar vín frá svæðinu.
Fann ég nýja 'búðina mína' í Zagreb, keypti mér eina flík frá einhverjum hönnuði þarna.
Enduðum ferðina okkur í Zagreb á jazz club, troðfullur af króatum og alveg yndisleg stemmning. Ég þakka góðri síðu wwww.spottedbylocals.com fyrir að benda okkur á svona ekta local staði og gerði ferðina einstaklega skemmtileg.
Svo var síðasta stopp áður en við keyrðum aftur til Debó það var ekkert annað en borg Evrópu 2010, Péc í Ungverjalandi. Ein borg hérna sem var ekki lögð í rúst á stríðs og kommunistaárunum, svo margt stendur ennþá.



Annars ætla ég að vera duglegri að henda inn færslu hér og þar. Sólin er byrjuð að skína hérna og hitastigið að hækka svo verður kannski skemmtilegri sögur.

xoxo

p.s. það eru myndir komnar á síðuna. þið verðið bara að spurja um lykilorðið ef þið hafið áhuga:)

1 comment:

Eva Margrét said...

Æðislegar myndir:-)
Öfunda ykkur að vera komin með vorið til ykkar, þetta er vonandi allt að gerast hérna á Íslandi.
knús og kossar
xoxo
þín Eva Margrét